Laun þingmanna hækkað um 184 þúsund

Laun þingmanna hafa hækkað um rúmar 184 þúsund krónur á síðustu fimm árum. Þetta kemur fram í tölum sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, birtir.

„Laun þingmanna voru að hækka um síðustu mánaðarmót, hækkunin var 6,2% eða um 75 þúsund krónur miðað við grunnlaun. Það er útreikningur samkvæmt Hagstofu á meðaltalshækkun reglulegra launa ríkisstarfsmanna,“ segir Björn Leví á Facebook.

BLG.jpg

Launin voru hækkuð verulega eftir kosningarnar 2016 eða um 44 prósent. Síðan hafa þau hækkað jafnt og þétt eða um 184 þúsund á tímabilinu.

„Held að það væri hollast að þingmenn og ráðherrar væru á miðgildi launa landsmanna,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, í athugasemd við færslu Björns Leví á Facebook.

„Já myndu þá betur skilja veruleika venjulegs fólks, sem er mikilvægt því þeir taka ákvarðanir um veruleika venjulegas fólks.

Já þeir væru þá á lægra tímakaupi en meirihluti landsmanna (þetta er brjáluð vinna) en það að fá að vinna að hugsjónum sínum hlýtur að reiknast vel til tekna, og ef ekki þá viljum við kannski ekki svoleiðis fólk við stjórn landsins.“