Landsmenn þrá að kveðja veturinn og fagna sumri

19. apríl 2020
18:58
Fréttir & pistlar

Sumardagurinn fyrsti rennur upp næsta fimmtudag. Þessi dagur hefur einungis táknræna merkingu fyrir okkur og gefur fyrirheit um betra veður og betri tíð.

Langt er síðan landsmenn hafa þráð jafn heitt og nú að kveðja veturinn og fagna sumri sem vonandi verður farsælt og gott.

Þessi vetur hefur verið ótrúlaga erfiður í flestu tilliti: Snjóflóð, jarðhræringar, slys, mannshvörf, ófærð og illviðri víðast hvar á landinu með eignaspjöllum og margháttuðum truflunum.

Ofan á allt þetta bætist svo veiran illræmda sem skekur alla heimsbyggðina á sviði heilbrigðismála og efnahagsmála.

Á Íslandi trúa menn því að áhrif veirunnar séu á undanhaldi en efnahagsáhrifin eru gríðarleg.

Vonandi færir sumarið okkur bata og betri tíð. Ekki veitir af.