Lalli töfra­maður tók af­drifa­ríka á­kvörðun rétt fyrir Co­vid: „Þegar ég lít til baka var hún frá­bær“

Lárus Blön­dal Guð­jóns­son eða Lalli töfra­maður, mætti á út­varps­stöðinaK100 til að ræða um starfið, lífið og nýju töfra­sýninguna sína Magics­how í Tjarnar­bíói.

Lalli segist alltaf hafa vitað að hann vildi verða töfra­maður eða nánar til­tekið frá sex ára aldri. Hann fékk fyrsta borgaða launaða giggið 12 ára gamall og hefur síðan stefnt á þessa braut.

Hann á­kvað hins vegar að taka skrefið rétt fyrir Co­vid og gerast ein­göngu skemmti­kraftur.

„Ég fór bara alla leið, bara það að vera skemmti­kraftur og töfra­maður. Besta á­kvörðun lífs míns. Ég gerði þetta meira að segja korter í Co­vid,“ segir Lalli sem segir tíma­setningin hafa verið hrika­leg en samt sem áður frá­bær.

„Þegar ég lít til baka var hún frá­bær. Því ég byrjaði í þeim að­stæðum og það gekk upp. Þá bara skrifaði ég bók og gerði jóla­plötu og fann út hvað ég ætti að gera. Þannig að núna er ekki Co­vid og þá er þetta ekkert mál,“ sagði Lalli.

Lalli frum­sýndi töfra­sýninguna Magics­how í Tjarnar­bíói í gær, sunnu­dag, en sýningin, sem er flutt án, orða hentar börnum frá 2-12 ára af öllum upp­runa, en ekki þarf að kunna ís­lensku til að skilja sýninguna. Fjórar sýningar eru fram undan hjá Lalla, tvær í febrúar og tvær í mars.

Hægt er að lesa við­talið við Lalla á vef mbl.is hér.