Lækna-Tómas: „Ráð­herrar í ríkis­­stjórn þurfa að sjá heildar­­myndina“

Tómas Guð­bjarts­son, hjarta­skurð­læknir á Land­spítala sem þekktur er sem Lækna-Tómas, er afar ó­sáttur við fram­göngu Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dóttur varðandi að­gerðir vegna Co­vid-19.

Í grein sem hann skrifar og birtist á Vísi með yfir­skriftinni „Róm brennur en ráð­herra spyr spurninga“ fer hann yfir stöðuna á Land­spítala vegna far­aldursins sem er afar þung. Hann veltir fyrir sér um­mælum ráð­herra frá því á föstu­daginn.

„Við erum að klára tvö ár af tíma­bili þar sem við tókum á­­kveðin borgara­­leg réttindi að láni og við ætlum að skila þeim aftur og það er alveg er allt í lagi að spyrja hve­­nær sá tími er kominn“, sagði Þór­dís Kol­brún við RÚV þann daginn.

Hann segist geta full­vissað ráð­herra að við séum ekki kominn að þeim tíma­­punkti og upp­­lifun margra sem starfa á Land­­spítalanum er að þeir séu í nokkurs konar „rústa­björgun.“ Allir séu orðnir þreyttir á á­standinu en ekkert annað sé í boði en sótt­varna­að­­gerðir til að hefta út­breiðslu far­aldursins með til­­heyrandi á­hrifum á heil­brigðis­­kerfið.

Þurfa að hafa hags­muni þjóðarinnar að leiðar­ljósi

„Heldur ein­hver að það hefði reynst far­­sælt að láta til dæmis for­svars­­menn ferða­­þjónustunnar stýra sótt­varnar­að­­gerðum hér á landi? Skiljan­­lega tala þeir fyrir hags­munum sinnar starfs­­greinar en ráð­herrar í ríkis­­stjórn þurfa að sjá heildar­­myndina og hafa hags­muni allra lands­manna að leiðar­­ljósi“, segir Tómas.

„Við munum komast best í gegnum þennan far­aldur með sam­taka­­mætti og mann­úð að leiðar­­ljósi. Þangað til þurfum við út­hald og þraut­­seigju og verðum að byggja á­kvarðanir á bestu þekkingu á hegðun veirunnar og stöðu þjóðar­­sjúkra­hússins okkar á hverjum tíma. Að lokum tvennt. Gleymum ekki þeim sem eru al­var­­lega veikir af öðrum sjúk­­dómum en CO­VID og þurfa að geta reitt sig á þjónustu Land­­spítala, og göngum ekki svo nærri okkar sér­­hæfða starfs­­fólki að það velji sér annan starfs­vett­vang en Land­­spítala vegna ó­­mann­úð­­legs á­lags.“