La lasagna á ítalska vísu sem bragð er af

Á góðu sunnudagskvöldi er fátt betra en að njóta góðrar máltíðar með fjölskyldunni og gefa sér drjúgan tíma í eldamennskuna. Hér er skotheld uppskrift af ekta ítölsku lasagna sem bragð er af og hægt er að leika sér með meðlætið eftir smekk. Heimalagað lasagna, nýbakað brauð og ferskt salat er fullkomin blanda að ljúffengri máltíð fyrir alla fjölskylduna.

Kjötsósan

Fyrir 6-8

  • 1 kg nautahakk
  • olífuolía
  • 2 stykki laukar, saxaðir
  • 3-5 hvítlauksgeirar geirar saxaðir, eftir smekk
  • 2-3 stiklar sellerí, smátt skornir og sjóða í 2-3 mínútur fyrir notkun (má alveg sleppa, nota ekki alltaf)
  • 2-3 gulrætur, smátt skornar
  • 2 dósir maukaðir tómatar, í niðursuðudós eða glerkrukku
  • 1 msk fersk basilika smátt söxuð
  • 1 msk fersk steinsselja smátt söxuð
  • Paprikukrydd
  • Svartur pipar
  • 4-5 dropar af Tabasco, Tabasco fæst í litlum flöskum í kryddhillunum.
  • Parmesan ostur rifinn
  • Mozzarella ostur rifinn
  • ½ búnt basilika til skrauts og meðlætis

Byrjið á því að setja olífuolíu á meðal stóra pönnu og hita. Síðan setja allt grænmetið á pönnuna og steikja þar til það verður mjúkt (góðu lagi að leyfa því að malla aðeins). Síðan er grænmetið tekið frá og sett í skál á meðan hakkið er steikt. Steikið hakkið á meðalheitri pönnu og þegar það er tilbúið er því bætt í stóran pott ásamt steikta grænmetinu.

M&H- Hakkið steikt

Tómatarnir eru því næst settir í pottinn ásamt steikta hakkinu og grænmetinu og látið malla í um það bil 2 klukkustundir. Gott ráð er að hella soðnu vatni út í af og til, gott að vera búin að sjóða í hraðsuðukatli og nýta það vatn. Kryddið með söxuðu steinseljunni og basilikunni, með paprikukryddi og svörtum pipar eftir smekk, og upplagt er að setja gjarnan fjóra til fimm dropa af Tabasco dropum. Fyrir þá sem vilja er hægt að setja slettu að rauðvíni út í og láta malla. Það eykur og rífur upp bragðið af hakksósunni. Galdurinn við ljúffengt lasagna er að gefa sér tíma þegar það er lagað og nostra við það aðeins við kjötsósuna.

M&H - Kjötsósan látin malla..

Ostasósan eða Basamell sósa

  • 2-3 msk. hveiti
  • 2-3 msk. smjör
  • 1-2 bollar af mjólk eftir smekk (hægt að nota laktósfría)
  • Parmesanostur, rifinn (hálfur biti eins og skífustykkinn sem fást í Bónus)

Byrjið á því að gera smjörbollu úr hveitinu og smjörinu. Þegar hún er tilbúin bætið við mjólkinni og látið þykkna við vægan hita. Bætið við rifnum parmesanosti. Þegar ostasósan er farin að þykkna aðeins er hún tilbúin.

M&H ostasósa

Samsetningin á lasagna-inu:

  • 1 pakki lasagna plötur eftir smekk
  • olífuolía

Veljið gott ílangt eldfast mót og byrjið á því að setja olífuolíu á botni síðan raða lasagna plötunum ofan, því næst lag af ostasósu, síðan hakksósunni og kolli af kolli. Í stóru ílöngu fötum er hægt að gera tvær hæðir og á efsta og þriðja lagið setjið eingöngu ostasósu og strái þar yfir rifnum osti, og parmesanosti. Bakið í ofni við 200°C hita í 30-35 mínútur.

M&H parmesanostur

Berið fram með rifnum parmesan osti og öðru ljúfmeti. Hægt að skreyta með ferskri basilku þegar lasagna- ið er borið fram og hafa til hliðar. Upplagt er að bera lasagna-ið með nýbökuðu brauði, til dæmis hvítlauksbrauði eða ítölskubrauði, jafnvel ljúffengu súrdeigsbrauði og fersku salati. Njótið vel.

*Allt hráefnið fæst í Bónus