Kristján Þór hættur í pólítík og flytur frá Húsa­vík

Kristján Þór Magnús­son, odd­viti Sjálf­stæðis­manna og sveitar­stjóri Norður­þings, hættir sem sveitar­stjóri eftir kosningar í vor. Frá þessu greindi hann á sveitar­stjórnar­fundi í dag.

Fyrir skömmu kom hann aftur til starfa eftir veikinda­leyfi. Tveir flokkar í sveitar­stjórn hafa ný­lega gagn­rýnt fram­göngu hans í em­bætti.

„Ég mun ekki sækjast eftir starfi sveitar­stjóra og mun ekki bjóða mig fram fyrir sveitar­stjórnar­kosningarnar hér í Norður­þingi,“ segir Kristján Þór í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hann hyggur ekki á fram­boð annars staðar á landinu í vor.