Kristján Einar laus úr fangelsi eftir átta mánuði

Sjómaðurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er laus úr fangesli á Spáni eftir að hafa setið inni í átta mánuði.

Kristján deildi fréttunum á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og sagðist hafa sögur að segja eftir vistunina.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá var Kristján handtekinn í mars síðastliðnum ásamt öðrum Íslendingi eftir að þeir lentu í slagsmálum fyrir utan skemmtistað snemma morguns.

Myndbönd bárust manna á milli á samfélagsmiðlum þar sem sjá mátti þegar Kristján var handtekinn.

Kristján er fyrrverandi unnusti tónlistarkonunnar Svölu Björgvinsdóttur en hún hefur lítið viljað tjá sig um málið.