Kristinn vill stofna ís­lenskt Face­book: „Ætti að vera þjóð­þrifa­mál“ – Milljarðar sópast úr landi

Kristinn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, segist oft hafa velt því fyrir sér hvort ekki er hægt að skapa al­ís­lenskan sam­skipta­vett­vang í líkingu við Face­book.

Sjálfur segir Kristinn að honum sé bölvan­lega illa við þennan vett­vang fyrir margra hluta sakir, en bendir jafn­framt á að Ís­lendingar eigi lík­lega heims­met í notkun Face­book miðað við höfða­tölu.

„Þetta ætti að vera þjóð­þrifa­mál. Það eru t.d. að sópast úr landi milljarðar til Face­book og Goog­le í aug­lýsinga­tekjum (m.a. frá opin­berum aðilum). Fjöl­miðlar líða fyrir þetta og þar með blaða­mennska,“ segir Kristinn og bætir við að meiri­hluti heim­sókna inn á ís­lenska fjöl­miðla og ís­lenskar frétta­síður sé í gegnum glugga þessara er­lendu netrisa. Inn­lenda efnis­fram­leiðslan fái hins vegar engar tekjur.

„Þetta er víða svona og hefur m.a. leitt til hug­mynda hjá (hægri) stjórninni í Ástralíu að skikka netrisana til að greiða fjöl­miðlum hlut­deild í sínum aug­lýsinga­hagnaði,“ segir Kristinn sem bætir við að það væri vel at­hugandi að ríkið styrkti þetta þróunar­verk­efni með myndar­legum hætti.

„Auð­vitað þarf að huga að ýmsum þáttum svo sem eignar­haldi, gagna­söfnun, aug­lýsingum eða ekki og öllu því – en út­koman gæti tæpast orðið verri en Face­book. Ég hugsa að fyrir flestum sé komið eins og mér að nota þennan vett­vang nær ein­göngu fyrir ís­lensk sam­skipti en þeir sem vilja halda sam­skiptum við er­lenda fé­laga geta haldið báðum „bókum“ í gangi.“

Kristinn kallar svo eftir at­huga­semdum frá vinum og vanda­mönnum um hug­myndina, sér­stak­lega þeim sem hafa þekkingu til að meta hversu mikla þróunar­vinnu gæti þurft. Hann veltir einnig fyrir sér hvort sam­tenging við til dæmis Ís­lendinga­bók gæti sér­ís­lenskan sam­skipta­vett­vang meira að­laðandi fyrir not­endur.

Oft hef ég velt vöngum yfir því hvort ekki er hægt að skapa alíslenskan samskiptavettvang í líkingu við facebook. Mér er...

Posted by Kristinn Hrafnsson on Fimmtudagur, 4. júní 2020