Kristín Soffía rifjar upp þegar hún fór í heitan pott með þremur mönnum

Mál Vítalíu Lazareva hefur vakið gríðarlega athygli, í viðtali hjá Eddu Falak lýsti hún ferð í sumarbústað þar sem hún og fjórir menn voru nakin í heitum potti og mörk hennar voru ekki virt.

Kristín Soffía Jónsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, deildi í kjölfarið sögu á Twitter um hennar ferð í heitan pott með þremur mönnum:

„Ég veit ekki hver þarf að heyra þetta. Um daginn fékk ég memorie á FB frá því ég var í háskóla í USA. Þetta var Thanksgiving helgi og við vorum fjögur á kampus. Ég og þrír strákar,“ segir hún.

„Við skemmtum okkur konunglega og fórum meðal annars í heitan pott.“

Tók hún meira að segja mynd og setti á Facebook.

„Þetta var góð minning um fyndið og skemmtilegt kvöld. Enginn káfaði á neinum. Það að fara með þremur eða fleiri mönnum í heitan pott er ekki ávísun á neitt og þú átt ekki að þurfa að sitja undir því að hafa sett þig í hættu.“