Kött­ur­inn Keli sett­ur í ein­angr­un á Þjóð­minj­a­safn­in­u

Þjóð­minja­safn Ís­lands tók á dögunum við ýmsum merki­legum gripum frá Ríkis­út­varpinu til varð­veislu. Þar á meðal eru góð­kunningjar lands­manna eins og kötturinn Keli og Klængur sniðugi. Í frétta­til­kynningu frá safninu kemur fram að þeir hafi þó verið settir í ein­angrun í hús­næði safnsins áður en þeim verður fundinn varan­legur staður í safninu.

Að sögn Þjóð­minja­safnsins er mikil­vægt að gripir úr líf­rænum efnum séu settir í ein­angrun áður en þeim er komið fyrir á sínum stað í safn­kostinum. Með því er hægt að koma í veg fyrir að sníkju­dýr eins og mölur eða önnur ó­væra leggist á menningar­arfinn.

„Þegar RÚV hafði sam­band brugðumst við að sjálf­sögðu við því sá menningar­arfur sem safnið varð­veitir á að endur­spegla fjöl­breyti­leika sam­fé­lagsins“, segir Ágústa Kristófers­dóttir fram­kvæmda­stjóri safn­eignar Þjóð­minja­safnsins.

„Í safni Ríkis­út­varpsins eru margir merki­legir gripir eins og gömul út­varps­tæki, veður­kortastandurinn og svo eru fleiri góð­vinir barna úr for­tíðinni eins og Palli og svo eru Glámur og Skrámur á leiðinni“, bætir hún við.

Til að byrja með fara ein­hverjir hlutir í ein­angrun og fer hver hlutur í gegnum á­kveðið ferli við komuna í safnið. Þar á eftir kemur skráning, varð­veisla og að lokum miðlun. Þannig að það er lík­legt að lands­menn eigi eftir að hitta ein­hverja af þessum forn­vinum í Þjóð­minja­safni Ís­lands við Suður­götu 41 í fram­tíðinni.