Konugrey á síðustu metrunum leitar að vinnu: „Er frekar löt en gæti soðið grjóna­graut“

Þeir sem lesa Bænda­blaðið vita sem er að smá­aug­lýsingarnar á síðum blaðsins eiga það til að vera nokkuð skemmti­legar. Í nýjasta tölu­blaði Bænda­blaðsins er ein slík aug­lýsing sem hefur kætt marga.

„Konugrey á síðustu metrunum óskar eftir því tíma­bundið að verða mat­vinnungur í sveit. Er frekar löt en gæti soðið grjóna­graut og sett í þvotta­vél. Ef gífur­legur á­hugi er fyrir hendi má senda mér skila­boð á audvita­dja­ja­dingdong@gma­il.com.“

Aug­lýsingin er í raun ekki lengri en þetta og gefur „konugreyið“ að­eins upp net­fang sem á­huga­samir geta sent á. Bent hefur verið á aug­lýsinguna á sam­fé­lags­miðlum og hefur konunni verið hrósað fyrir hrein­skilnina.

Eins og að framan greinir eiga smá­aug­lýsingarnar í Bænda­blaðinu það til að vera skemmti­legar. DV fjallaði um eina slíka árið 2016 en þá aug­lýsti bóndinn á Bálka­stöðum í Hrúta­firði eftir konu til að svæfa sig á kvöldin og vekja sig á morgnana.

Þá fjallaði frétta­vefur Ei­ríks Jóns­sonar um aðra slíka en þá aug­lýsti fimm­tug kona frá Sviss eftir ís­lensku ofur­menni að nafni Gísli.

„Gísli, hvar ertu? Ég er að leita að ís­lenskum ofur­manni sem gengur undir gælu­nafninu Gísli. Hann er dæmi­gerður ís­lenskur, gagn­kyn­hneigður karl­maður, skemmti­legur, kyn­þokka­fullur, ein­hleypur, hesta­maður sem á helst að eiga jörð og hesta. Aldur um 50 ára. Ég er sviss­nesk, myndar­leg, skemmti­leg, kyn­þokka­full hesta­kona, rúml. fimm­tug, móðir tveggja ung­linga,“ sagði meðal annars í þeirri aug­lýsingu.