Kjartan Atli hættir í Brennslunni

Fjöl­miðla­maðurinn Kjartan Atli Kjartans­son hefur á­kveðið að hætta í út­varps­þættinum Brennslan á FM957. Þátturinn hefur notið gríðar­legra vin­sælda síðustu á en Kjartan Atli hefur verið um­sjónar­maður þáttarins í fjögur og hálft ár.

„Kvaddi Brennsluna í dag. Frá­bær tími að baki, fjögur og hálft ár af galsa og gleði. Lærði helling, eignaðist nýja vini og naut þess að fá að vakna með hlust­endum á morgni hverjum. Margar frá­bærar minningar standa eftir. Takk fyrir mig!,“ skrifar Kjartan Atli á twitter síðu sinni í kvöld.

Ekki er vitað hvort ein­hver kemur í stað Kjartans Atla en þau Júlíana Sara, Rikki G og Kristín Ruth standa eftir sem um­sjónar­menn þáttarins.