Kjafts­högg í Hafnar­stræti kostaði á­rásar­manninn 650 þúsund krónur

30. júní 2020
13:07
Fréttir & pistlar

Héraðs­dómur Reykja­víkur hefur dæmt karl­mann í 30 daga fangelsi, skil­orðs­bundið í tvö ár, fyrir líkams­á­rás í Hafnar­stræti að­fara­nótt 6. októ­ber 2018. Var maðurinn á­kærður fyrir að veitast að öðrum manni og slá hann með krepptum hnefa í and­lit þannig að hann féll götuna.

Fórnar­lambið hlaut ýmsa yfir­borðs­á­verka að því er segir í á­kæru og fór fórnar­lambið fram á 600 þúsund krónur í miska­bætur.

Á­rásar­maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi og þótti hæfi­leg refsing 30 dagar í fangelsi. Fullnustu refsingarinnar er hins vegar frestað og fellur hún niður að liðnum tveimur árum haldi maðurinn skil­orð. Þá var manninum gert að greiða fórnar­lambi sínu 250 þúsund krónur í miska­bætur.

Auk þess var á­rásar­manninum gert að greiða máls­kostnað fyrir fórnar­lamb sitt og máls­varnar­þóknum verjanda síns, sam­tals 367 þúsund krónur. Annar máls­kostnaður var 40 þúsund krónur. Sam­tals þarf maðurinn því að greiða rúmar 650 þúsund krónur fyrir kjafts­höggið í Hafnar­stræti.