Katrín var í beinni hjá Washington Post þegar skjálftinn reið yfir – Sjáðu myndbandið

20. október 2020
14:12
Fréttir & pistlar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni sjónvarpsútsendingu hjá bandaríska stórblaðinu Washington Post þegar jarðskjálftinn öflugi reið yfir á öðrum tímanum í dag.

Katrínu var – eins og mörgum – eðlilega brugðið þegar skjálftinn reið yfir og sáust innanstokksmunir fyrir aftan hana hristast töluvert. „Guð minn góður, það er jarðskjálfti,“ sagði hún en tilefni viðtalsins var kórónuveirufaraldurinn og viðbrögð þjóða við honum.

Myndbandið má sjá hér að neðan en jarðskjálftinn ríður yfir þegar um það bil 13:35 eru liðnar af því.