Katrín Halldóra safnar skemmtilegri myndlist með húmor

Katrín Halldóra Sigurðardóttir söng- og leikkona stendur í ströngu þessa dagana og fullt í gangi. Framundan hjá henni eru stórtónleikar í Eldborg á sunnudaginn þar sem hún mun syngja lög Jóns Múla við texta bróður hans Jónasar Árnasonar af plötu sem hún gaf út í fyrra. Svo er hún líka nýbúin frumsýna nýtt verk ásamt samstarfsfélögum sínum í Þjóðleikhúsinu. Þetta er verkið Ást og upplýsingar eftir breska leikskáldið Caryl Churchill sem hefur hlotið mikið lof. Katrín gaf sér þó tíma á milli stríða til að hitta Sjöfn Þórðar og bauð henni heim.

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld fer Sjöfn í heimsókn til Katrínar á heimilið hennar þar sem hún og hundurinn hennar Edith tóku vel á móti henni. Sjöfn fær innsýn í heimilisstíl Katrínar og hvað það er sem hana finnst gera heimili að heimili.

FB-Ernir220330-Katrín-04.jpg

„Mér finnst það vera hlutirnir sem fólk hefur safnað að sér og þykir vænt um og maður getur oft séð húmor og áhuga fólks í gegnum heimilið þeirra. Hver með sinn karakter,“ segir Katrín og er einstaklega hrifin af myndlist sem er skemmtileg.

FB-Ernir220330-Katrín-06.jpg

Fallegt verk prýða heimilið og plötuspilarinn sómir sér vel fyrir vínyl plöturnar.

Katrín hefur prófað alls konar störf með hún var í leiklistarnáminu og flettir ofan af nokkrum þeirra í þættinum í kvöld. Þegar kemur að listrænum hæfileikum Katrínar þá leynast þeir víða og þegar kemur að hæfni hennar er matargerð ljóstrar hún því upp að hún á náfrænda sem er landsfrægur kokkur. „Þar sem von var á þér í heimsókn ákvað ég að skella í eina hráköku sem nýtur mikilla vinsælda hjá vinum og vandamönnum og er óspart pöntuð,“ segir Katrín og dregur fram dýrðlega hráköku.

Meira heimilislíf og leynda hæfileika Katrínar í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér: