Kári Stef fyrir­mynd Björg­vins Páls

Hand­bolta­kappinn Björg­vin Páll Gústafs­son hefur mikið álit á Kára Stefáns­syni og segir hann hafa stórt hjarta í hlað­varps­þætti Sölva Tryggva­sonar.

Fékk ofsa­kvíða­kast á stór­móti

Björg­vin hefur síðast­liðið ár unnið að því að hanna leiðir til að leggja lóð sitt á vogar­skálarnar og fara inn í grunn­skóla landsins til að hjálpa börnum og ung­lingum á Ís­landi að vera í and­legu jafn­vægi á skrýtnum tímum.

Sjálfur glímir hann við kvíða og lýsti því þegar hann fékk ofsa­kvíða­kast á miðju stór­móti. „Ég fékk alls konar galnar rang­hug­myndir.“ Til að að­stoða börn sem glíma viða á­líka kvíða að finna or­sök þess. Með sér í lið fékk hann að sjálf­sögðu Kára Stefáns­son, for­stjóra Ís­lenskrar Erfða­greiningar.

Kári Stefánsson er með stórt hjarta að mati BJörgvins.

Ó­stöðvandi teymi

,,Hann er svona minn stuðnings­aðili í þessu öllu saman,“ sagði Björg­vin. Eigin­kona Kára, Val­gerður Ólafs­dóttir, er einnig lykil­aðili í verk­efninu þar sem hún hefur yfir­um­sjón með Vel­ferða­sjóð barna sem kemur að málinu.

„Þegar Val­gerður og Kári hafa trú á þér, þá gefur það þér ansi mikinn kraft, þar sem þau eru miklar fyrir­myndir fyrir mér.“ Björg­vin segir Kára vera með risa­stórt hjarta og að það gefi honum byr undir báða vængi að hljóta að­stoð hans. „Það er ekkert sem stoppar mig í þessu núna.“

Mikilvægt fyrir börnin

Hand­bolta­stjarnan fundaði á dögunum með Lilju Al­freðs­dóttur, mennta­mála­ráð­herra, og segir spurninguna núna bara vera hversu stórt verk­efnið verður í mennta­kerfinu.

„Þetta er miklu meira en bara ég að blaðra um mína for­sögu. Þetta er verk­efni sem ég held að sé mjög mikil­vægt fyrir krakkana.“ Þáttinn í heild má nálgast hér að neðan.