Kári með skýr skila­boð: „Það væri ansi heimsku­legt á þessu augna­bliki“

Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, vonar að hertum að­gerðum til að hindra út­breiðslu kórónu­veirunnar hér á landi ljúki ekki í bráð. Kári viðrar þessa skoðun sína í sam­tali við Morgun­blaðið í dag.

Smitum hefur farið fækkandi eftir að að­gerðir voru hertar í októ­ber­mánuði en betur má ef duga skal. Alls greindust 18 innan­lands­smit síðasta sólar­hring og eru 472 nú í ein­angrun vegna CO­VID-19. Þá eru 63 á sjúkra­húsi og þrír á gjör­gæslu.

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur sent minnis­blað til Svan­dísar Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra um næstu skref og verður það lagt fram á fundi ríkis­stjórnarinnar í dag. Ó­víst er hvað kemur fram í minnis­blaðinu en Þór­ólfur hefur sagt að farið veðri hægt í að af­létta þeim tak­mörkunum sem í gildi eru.

Kári segist vona að hertar að­gerðir verði á­fram í gildi, annað væri heimsku­legt.

„Það væri ansi heimsku­legt á þessu augna­bliki að létta á þessum að­gerðum. Eitt af því sem við erum búin að læra á síðustu mánuðum er hversu hratt þetta getur blossað upp. Ég held því fram að við eigum að setja okkur mark­mið og það mark­mið sem ég vil setja efst á for­gangs­lista er að sjá til þess að börn geti farið í skóla og verið í skóla á eðli­legan máta.“