Jónas vill fresta borgar­línu: Höfum við efni á öðru en bestu lausnum?

25. janúar 2021
19:00
Fréttir & pistlar

Jónas Elías­son, prófessor í verk­fræði við Há­skóla Ís­lands, segir að borgar­stjórn sé ekki annað stætt en að fresta fram­kvæmdum við borgar­línu þar til búið verður að grand­skoða verk­efnið á fag­legum grunni.

Jónas skrifar um þetta í Morgun­blaðið í dag.

„Við höfum nú horft upp á hverja frestunina á fætur annarri í borgar­línu­málum. Skýrsla sem átti að koma út í septem­ber 2020 er ekki komin enn, hand­vömm tafði út­boð um hönnun Foss­vogs­brúar og opnun til­boða í ráð­gjafa­þjónustu hefur verið frestað. Þá bendir margt til þess, að arð­semi borgar­línu verði svo nei­kvæð næstu ára­tugi að Sölvi Helga­son gæti ekki einu sinni reiknað hagnað í hana, eins og hann reiknaði barn í þá svörtu. Á sama tíma þarf þjóðin að ná sér eftir Co­vid-kreppu og standa því lítil efni til að flýta fram­kvæmdum með fyrir­sjáan­legu tapi á næstu árum og ára­tugum.“

Jónas segir að með hlið­sjón af þessari stöðu ætti það í raun að vera forms­at­riði að fresta borgar­línu þar til farið hefur fram fag­leg at­hugun á þjóð­hags­legri arð­semi fram­kvæmdanna, á­reiðan­leika ætlaðrar þre­földunar á notkun og á­ætlun á raun­veru­legri þörf fyrir stærri vagna í sér­rými.

Jónas nefnir nokkur at­riði í grein sinni og veltir hann fyrir sér til dæmis lofts­lags­málum og hvort borgar­línan verði of hæg­fara.

„Risa­vaxnir lið­vagnar ætlaðir fyrir „há­gæða sam­göngu­kerfi“ borgar­línunnar menga helmingi meira en strætis­vagnarnir sem fyrir eru. Þetta er þvert á skuld­bindingar okkar í lofts­lags­málum. Virðist þá litlu skipta hversu hægt orku­skipti hafa gengið hjá Strætó bs., sem eru eitt mikil­vægasta um­hverfis­málið í sam­göngum, en einungis 15 vagnar af 170 gengu fyrir raf­magni 2019. Raf­væðing einka­bíla­flotans hefur hins vegar gengið vel. Annað sem einnig hefur gleymst að nefna er að borgar­línan verður of hæg­fara til að flokkast undir „há­gæða sam­göngu­kerfi“. Á­stæðuna má rekja til þess hve stutt er á milli bið­stöðva. Er­lendis eru lestir hluti af al­mennings­sam­göngu­kerfinu, þær fara miklu hraðar yfir en strætis­vagnar og eru oft fljótari en bílar.“

Jónas segir einnig að mark­mið um að ná 12% ferða inn í borgar­línu sé ekki byggt á raun­hæfri greiningu á lík­legri notkun, heldur sé um að ræða laus­lega á­giskun á hvað borgar­lína þurfi til að bera sig.

„Að mörgu leyti er skiljan­legt að borga­línu­verk­efninu hafi verið seinkað. Það verður mikil á­skorun að láta BRT-sér­brauta­kerfi ganga upp í þröngum götum Reykja­víkur­borgar. Verði sam­göngu­kerfið sett í heild sinni upp í BRT býður það jafn­framt upp á slík tækni­leg, skipu­lags­leg, um­hverfis­leg og fjár­hags­leg vanda­mál að nánast ó­gjörningur verður að leysa þau. Miklu betri og hag­kvæmari lausnir eru í boði og löngu tíma­bært er að þær verði teknar til al­var­legrar at­hugunar.“

Jónas gagn­rýnir einnig að á­kveðið sam­ráðs­leysi hefur ríkt um verk­efnið, þannig hafi málið ekki verið kynnt fyrir í­búum höfuð­borgar­svæðisins og þeim gefinn kostur á að meta helstu kosti og galla. Það sé ó­við­unandi.

„Að mis­beita svo skipu­lags­valdinu með því móti til að standa í vegi fyrir hag­kvæmum fram­kvæmdum sem borga sig upp á einu ári, eins og mis­lægum gatna­mótum Reykja­nes­brautar og Bú­staða­vegar, nær engri átt. Við stöndum frammi fyrir efna­hags­legum af­leiðingum heims­far­aldurs og hljótum að spyrja hvort þjóðar­búið hafi efni á öðru en bestu lausnum. Því ber að fresta borgar­línu á meðan þjóð­hags­leg hag­kvæmni verður reiknuð í botn. Borgar­stjóri þarf að kveðja sér hljóðs og til­kynna að ekki verði hafist handa fyrr en borgar­línu­verk­efnið hefur verið grand­skoðað á fag­legum grunni. Með hlið­sjón af þeim miklu al­manna­hags­munum sem eru í húfi er borgar­stjórn ekki stætt á öðru.“