Jón ó­sáttur við tíst Þór­dísar Kol­brúnar: „Manni blöskrar“

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir utan­ríkis­ráð­herra vakti hörð við­brögð með tísti sínu í gær þar sem hún vitnaði í banda­ríska mann­réttinda­frömuðinn Martin Lut­her King Jr. en í gær var af­mælis­dagur hans og er dagurinn frí­dagur vestan­hafs.

Net­heimar loguðu vegna tístsins og fóru margir mikinn á Twitter vegna þessa og töldu hana vitna til orða King Jr. í tengslum við um­ræðu um sam­komu­tak­markanir.

Jón Magnús Jóns­son blandar sér í um­ræðuna á Face­book og segir sér blöskra vegna þessa.

„Ó­trú­lega sorg­legt að sjá ís­lenskan utan­ríkis- og þróunar­sam­vinnu­ráð­herra nota af­mælis­dag MLK Jr. til að líkja for­réttinda­bar­áttu sinni við mann­réttinda­bar­áttu svartra í Banda­ríkjunum“, skrifar hann.

Martin Lut­her King Jr. hafi stærstan hluta ævi sinnar barist fyrir mann­réttindum svartra og annarra minni­hluta­hópa skrifar Jón en utan­ríkis­ráð­herra „barist fyrir því að sér­lega skæður heims­far­aldur hafi sem minnst á­hrif á dag­legt líf hennar og sinna nánustu.“

„Manni blöskrar“ skrifar hann að lokum.