Jón Magnús er læknir á Landspítalanum: Svarar því hvort D-víta­mín hafi á­hrif á CO­VID-19

„Nauð­syn­legt er að undir­strika mikil­vægi þess að við­halda eðli­legu magni D-víta­míns. Það stuðlar ekki að­eins að bein­vernd heldur gæti haft já­kvæð á­hrif á horfur sem tengjast marg­vís­legum sýkingum,“ segir Jón Magnús Jóhannes­son, deildar­læknir á Land­spítalanum, í nýrri og á­huga­verðri grein á Vísinda­vefnum.

Þar freistar hann að svara spurningu sem brunnið hefur á ýmsum, hvort D-víta­mín geti haft á­hrif á CO­VID-19. Jón Magnús bendir á að næringar­á­stand sjúk­linga sé meðal þeirra þátta sem brenna á vísinda­mönnum um horfur á sjúk­dómnum. Þar hefur D-víta­mín verið ofar­lega á baugi og ýmsar spurningar vaknað, til dæmis hvort D-víta­mín­skortur valdi verri horfum hjá sjúk­lingum með CO­VID-19 og hvort við­eig­andi magn D-víta­míns í líkamanum geti minnkað líkur á CO­VID-19. Þá hafa menn spurt sig hvort gjöf D-víta­míns til sjúk­linga með CO­VID-19 geti haft á­hrif á gang sjúk­dómsins.

„Enn sem komið er liggja ekki fyrir nægar upp­lýsingar til að geta svarað þessum spurningum á­reiðan­lega. Hins vegar er þetta virkt rann­sóknar­efni og gefa vissar rann­sóknir vís­bendingar um verndandi á­hrif D-víta­míns gegn ýmsum sjúk­dómum, þar á meðal CO­VID-19,“ segir Jón Magnús sem sem segir að D-víta­mín sé eitt þeirra víta­mína sem við þurfum í snefil­magni til að við­halda eðli­legri líkams­starf­semi.

Sólar­ljós er mikil­vægt fyrir myndun D-víta­míns og af þeim sökum er skortur á því misal­gengur eftir breiddar­gráðum á jörðinni.

„Á heims­vísu er skortur á D-víta­míni al­mennt al­gengur og lík­legast al­gengasti víta­mín­skorturinn. Því minni sem út­setning fyrir sólar­ljósi er á til­teknu svæði, því al­gengari er skortur á D-víta­mín,“ segir hann og bætir við á Ís­landi, líkt og annars staðar, sé D-víta­mín­skortur misal­gengur eftir þjóð­fé­lags­hópum en rann­sóknir gefi til kynna að 20-30% al­mennings hafi ekki nægi­legt D-víta­mín í líkamanum.

En hvernig tengist D-víta­mín sýkingum? Jón Magnús segir að eitt kerfi sem D-víta­mín tekur þátt í er ó­næmis­kerfið.

„D-víta­mín getur bæði stuðlað að skil­virku fyrsta ó­næmis­svari og mildað síð­komið ó­næmis­svar. Þannig er auð­velt að sjá hvaða þýðingu D-víta­mín (og skortur á því) gæti haft í marg­vís­legum sýkingum - hins vegar hefur reynst flóknara að stað­festa þetta með rann­sóknum. D-víta­mín hefur meðal annars mikið verið rann­sakað í tengslum við efri öndunar­færa­sýkingar en enn eru að­eins vís­bendingar til staðar um gagn­semi þess - helst virðast gögn benda til þess að við­unandi D-víta­mín í líkamanum geti minnkað al­gengi þessara sýkinga,“ segir hann.

Enn sem komið er hefur engin „slembi­röðuð stýrð rann­sókn“ verið birt sem sýnir fram á gagn­semi þess að gefa D-víta­mín ef ein­stak­lingur greinist með CO­VID-19.

„Sama má segja um inn­töku D-víta­míns og það að fyrir­byggja sjúk­dóminn CO­VID-19. Vissar rann­sóknir benda til þess að sam­band sé á milli D-víta­mín­skorts og hversu al­var­legur sjúk­dómurinn CO­VID-19 getur orðið; hins vegar er ekki ljóst hvort þetta sé raun­veru­lega vegna skortsins eða vegna annarra þátta sem tengjast bæði verri sjúk­dómi og skorti á D-víta­míni (til dæmis of­fita). Nokkrar rann­sóknir eru þó í fram­kvæmd núna þar sem mark­miðið er að svara þessum mikil­vægu spurningum á mark­vissari hátt,“ segir Jón Magnús sem dregur upp­lýsingarnar fram í eftir­farandi saman­tekt:

Saman­tekt:

D-víta­mín gegnir lykil­hlut­verki í stjórn kalk­bú­skaps og stuðlar að bein­vernd.

D-víta­mín er að mestu fengið úr húðinni með að­stoð sólar­ljóss.

Skortur á D-víta­míni er al­gengur, sér­stak­lega á svæðum þar sem út­setning fyrir sólar­ljósi er hlut­falls­lega lítil.

Ekki eru til rann­sóknir sem sýna á­reiðan­lega fram á að skortur á D-víta­míni einn og sér tengist verri horfum vegna CO­VID-19. Ekki eru heldur neinar rann­sóknir sem sýna að D-víta­mín geti komið í veg fyrir eða verkað sem með­ferð gegn CO­VID-19. Ýmsar rann­sóknir eru þó í gangi til að skoða þetta nánar.

Nauð­syn­legt er að undir­strika mikil­vægi þess að við­halda eðli­legu magni D-víta­míns. Það stuðlar ekki að­eins að bein­vernd heldur gæti haft já­kvæð á­hrif á horfur sem tengjast marg­vís­legum sýkingum.

Á Ís­landi er ráð­lagt að taka inn D-víta­mín sem upp­bót til að upp­fylla ráð­lagða dag­skammta - til ein­földunar er hægt að ráð­leggja 1000 einingar dag­lega af D-víta­míni fyrir 10 ára og eldri en 400 einingar dag­lega fyrir börn yngri en 10 ára.