Jón Ingi: Þess vegna vilja hinir ríku á Ís­landi halda í krónuna

Jón Ingi Hákonar­son, bæjar­full­trúi Við­reisnar í Hafnar­firði og harður tals­maður þess að taka upp stóra al­þjóð­lega mynt, segir eðli­legt að ríkasti hluti þjóðarinnar rói að því öllum árum að við­halda því kerfi sem er við lýði á Ís­landi.

Jón Ingi hefur skrifað nokkuð um ís­lensku krónuna að undan­förnu og í pistli á Vísi í dag heldur hann því á­fram.

„Þver­sögn krónunnar er sú að það er auð­velt að á­vaxta hana hratt og örugg­lega til skamms tíma. Hún er verð­tryggð á háum vöxtum í efna­hags­kerfi sem sveiflast meira en önnur kerfi. Þannig að ef þú átt laust fé, og getur komið þér inn og út úr kerfinu á réttum tíma, er auð­velt að auðgast,“ segir hann.

Hann segir að á móti sé jafn slæmt að skulda í ís­lenskum krónum þar sem hún er dýr, það endur­speglast meðal annars í háum vöxtum.

„Sveiflurnar stökk­breyta skuldum reglu­lega og skuldarar hafa ekki færi á að stökkva inn og út úr kerfinu á skulda­tíma­bili sem jafnan er til fjöru­tíu ára. Fæstir hafa ráð­stöfunar­tekjur til að standa undir eðli­legum láns­tíma sem segir okkur að venju­legt ís­lenskt launa­fólk hefur ekki efni á þessum gjald­miðli,“ segir Jón Ingi meðal annars og bætir við:

„Það er því eðli­legt að ríkasti hluti þjóðarinnar rói að því öllum árum að við­halda þessu kerfi, því gróði hans er ævin­týra­legur. Allt fjár­magnað af mér og þér, hinum ís­lenska launa­manni sem þarf þak yfir höfuðið. Hins vegar er það mér hulin ráð­gáta af hverju svo mörgum finnist þetta allt í lagi.“