Jón Gnarr stofnar nýjan stjórn­mála­flokk: „Eftir að hafa starfað heila vetur á Akur­eyri er mér enn þá betur ljóst hvað okkur sár­vatnar“

Jón Gnarr, fyrr­verandi borgar­stjóri og grín­isti, hefur á­kveðið að stofna nýjan stjórn­mála­flokk sem hefur það eitt að mark­miði að koma á lest milli Reykja­víkur og Akur­eyri.

Jón hefur farið ham­förum á Twitter síðu sinni síðustu daga að tala um mál­efnið en flokkurinn mun heita Lestar­flokkurinn. Það virðist þó vera að um grín er að ræða en það má ekki gleyma því að hann stofnaði einnig Besta flokkinn í gríni og vann stór­sigur í Reykja­vík.

Margir benda Jóni á hvað það myndi kosta að leggja lestar­teina milli Reykja­víkur og Akur­eyri en hann er sann­færður um að ef það er vilji er það hægt.

Hér má sjá brot færslum Jóns síðustu daga.