Jón Gnarr segir þetta á­gætt dæmi um kyn­vanda ís­lenskunnar: „Þurfum að ræða þetta“

Jón Gnarr, fyrr­verandi borgar­stjóri og grín­isti, bendir á fyrir­sögn RÚV þar sem fjallað er um hve lága skatta banda­rískir auð­menn greiða, í Twitter færslu þar sem Jón ræðir kyn­vanda ís­lenskunnar.

Í fyrir­sögn fréttarinnar, sem greinir frá því að auð­menn líkt og Jeff Bezos greiði lítinn sem engan skatt, er sagt að banda­rískir auð­menn greiði „vinnu­konu­skatta.“

„Hér er á­gætt dæmi um það sem ég kalla kyn­vanda ís­lenskunnar og þar sem djúp­stæður og gildis­hlaðinn munur er gerður á kynjunum og orðunum maður og kona,“ skrifar Jón um málið.

„Ég er ekki með ein­falda skyndi­lausn en við þurfum að ræða þetta. þetta gengur ekki.“