Jóhannes Þór horfir á Eurovision á Landspítalanum

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, er í hópi dyggustu aðdáenda Eurovision hér á landi. Það eru að minnsta kosti fáir betur að sér um keppnina en Jóhannes.

Því miður verður hann að gera sér að góðu að horfa á keppnina fjarri vinum og vandamönnum. Hann birti mynd á Twitter í kvöld þar sem hann greinir frá því að hann sé nú á Landspítalanum og fylgist væntanlega með keppninni þaðan. Virðist bóluefni AstraZeneca hafa farið eitthvað illa í hann.

Jóhannes segir:

„Astra Zeneca hafði önnur plön fyir mig en Júróstuð í kvöld. Er því í góðu yfirlæti á Landspítalanum að endurstilla systemið. Júróvisjónselskabet var auðvitað búið að rigga upp alvöru sjúkra-Jóa-brúðu löngu fyrir Te Deum. Þetta kallar maður að taka hlutina #allaleið #12stig.“