Jóhanna Guðrún komin með kærasta

Söngkonan ástsæla Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona er gengin út.

Þetta hefur Fréttablaðið eftir heimildum. Sá heppni heitir Ólafur Friðrik Ólafsson, þau voru saman fyrir rúmum áratug og fór hann með henni út til Moskvu þegar hún lenti í öðru sæti í Eurovision árið 2009.

Jóhanna var áður gift gítarleikaranum Davíð Sigurgeirssyni og eiga þau saman tvö börn.

Hún ræddi skilnaðinn í hlaðvarpsþættinum Normið á vef Vísis fyrir stuttu. Þá sagði hún: „Þetta eru stórar breytingar. Ég finn að ég get ekki unnið jafn mikið akkúrat núna. Ég þarf að velja mér verkefni,“ segir hún. Það erfiðasta við að skilja segir hún að börnin séu ekki lengur hjá mömmu og pabba eins og áður. Þá viðurkennir hún að hafa haft fordóma fyrir skilnaði sem hún þurfti að kyngja.

„Ég viðurkenni það sjálf að ég var mjög fordómafull gagnvart skilnuðum af því að ég á foreldra sem hafa verið saman síðan þau voru fimmtán ára.“