Jakob vill að minnsta kosti 30% af­slátt á Black Fri­day

Fram­undan er einn stærsti dagur ársins hjá fjöl­mörgum kaup­mönnum en á föstu­dag gengur hinn svo­kallaði Black Fri­day í garð sem víða markar upp­haf jóla­verslunarinnar.

Fjöl­margar verslanir bjóða við­skipta­vinum sínum upp á af­slátt þennan dag en mjög mis­jafnt er eftir verslunum og vörum hversu hár þessi af­sláttur er. Jakob Bjarnar Grétars­son, blaða­maður á Vísi, sendir kaup­mönnum skýr skila­boð í færslu sem hann skrifaði á Face­book í dag:

„Orð­sending til kátra kaup­manna! Nú er ég að pússa kredit­kortið mitt, fer sem fer. En eitt vil ég við ykkur segja sem ætlið að hreykja ykkur á þessu svarta föstu­dags-hóli. Ég mun líta á 5% af­slátt sem móðgun. Ég mun ekki svo mikið sem líta við 10 prósentunum. 15% og 20 fara vel undir radar. Í raun mun ég ekki gefa neinu gaum undir 30% af­slætti, þó ekki nema fyrir þau hryðju­verk sem verið er að vinna á ís­lenskri menningu með þessu kaup­æði að hætti Kana. Þannig að, takið nú ykkar gírugu þumal­putta úr aftur­endanum og bjóðið uppá eitt­hvað sem um munar.“

Breki Karls­son, for­maður Neyt­enda­sam­takanna, var í við­tali við RÚV í gær þar sem hann hvatti fólk til að sýna var­úð í tengslum við til­boðs­daga á borð við svartan föstu­dag. Til­boðin reynast nefni­lega ekki alltaf eins hag­stæð og gera má ráð fyrir. Þá séu dæmi um að verslanir hækki verð til þess eins að lækka það á til­boðs­dögum, en slíkt er að sjálf­sögðu ekki heimilt.