Jak­ob kem­ur Brynj­ar­i til varn­ar: „Þett­a er ekki boð­leg­ur mál­flutn­ing­ur“

Stjörnu­blaða­maðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson kemur Brynjari Níels­syni til varnar í færslu sem hann birtir á Face­book-síðu sinni.

„Mikið þykir mér þetta ein­kenni­leg um­ræða varðandi Brynjar Níels­son; að ráðning hans sem að­stoðar­manns innan­ríkis­ráð­herra sé í sjálfu sér ein­hvers konar bak­slag í rétt­mæta bar­áttu gegn kyn­ferðis­of­beldi,“ skrifar Jakob.

Í síðustu viku var til­kynnt um að Brynjar yrði að­stoðar­maður ný­skipaðs innanríkisráðherra, Jóns Gunnars­sonar, en á­kvörðunin hefur verið harð­lega gagn­rýnd af ýmsum aðilum. Bar­áttu­konan Sól­ey Tómas­dóttir skrifaði til að mynda á Twitter að það væri hrein­lega and­femínískt að setja mála­flokk kyn­ferðis­brota í hendur manna á borð við Jóns og Brynjars.

Sitt sýnist þó hverjum og vill blaða­maður Vísis meina að slíkur mála­flutningur standist enga skoðun. Að hans sögn er það að „gjalda var­hug við að­ferða­fræði dólga­femín­ista“ ekki það sama og „stuðnings­yfir­lýsing við nauðgara og önnur ó­bermi“.

„Þetta er ekki boð­legur mál­flutningur, hann stenst enga skoðun það er bein­línis dapur­legt að hann fái vaðið ó­á­tölu­laust uppi,“ skrifar Jakob.