Jakob Frímann: Andbúnaðarstyrkur skiptir sköpum fyrir tónlistarlífið

Bransinn er á bömmer, það er nú ekki mikið flóknara – og Jakob Frímann Magnússon, einn helsti framámaður tónlistarmanna um langt árabil, dregur ekkert undan í þeim efnum í viðtali í fréttaþættinum 21 á Hringbraut á kvöld.

Hætt er við að fjöldi tónlistarmanna stefni í persónulegt gjaldþrot þegar algert tekjufall blasir við þeim á mesta uppgripstíma ársins, en Jakob Frímann segir að í þessum áskorunum blasi líka við tækifæri; ef landbúnaðarkerfið sé styrkt um 1,5 milljarð króna með beingreiðslum til bænda á ári sé í lagi að andbúnaðarkerfið verði styrkt um tíund af þeirri upphæð; 150 milljónir geti gefið greininni þá viðspyrnu sem dugi á næstu vikum og mánuðum – og eftirtekjan verði tónlistarveisla fram á haust og næsta vetur.

Meira á Hringbraut í kvöld klukkan 21:00.

Fleiri fréttir