Íslenskar landslagsmyndir í fyrsta sæti í alþjóðlegri ljósmyndakeppni

Myndir af íslensku landslagi lentu í fyrsta sæti í alþjóðlegri ljósmyndakeppni. Rússnenski ljósmyndarinn Oleg Ershov er maðurinn á bak við myndavélina og segist hann njóta þess að taka myndir af landslagi á Íslandi, Skotlandi og suðvesturhluta Bandaríkjanna.

„Ég finn fyrir mikilli orku þegar ég er á vettvangi við dagrenningu,“ sagði Ershov.

Ein af myndum hans var tekin við Bláfellsá.

\"Bláfellsá\"

Önnur ljósmyndin var af Háafossi, innst í Þjórsárdal.

\"Háifoss\"

Sú þriðja var tekin við Kerlingarfjöll. 

\"Kerlingarfjöll\"