Ís­lendingar nefna helstu kostina við CO­VID-19

20. október 2020
11:22
Fréttir & pistlar

Nú þegar þriðja bylgja kórónu­veirufar­aldursins ríður yfir Ís­land verður seint sagt að lífið gangi sinn vana­gang.

Margir eru heima­vinnandi, aðrir í sótt­kví á meðan enn aðrir geta illa sinnt vinnu sinni vegna tak­markana. Þó að erfitt sé að sjá björtu hliðarnar á far­aldrinum eru þær vissu­lega til staðar.

Á Twitter má finna skemmti­legan þráð þar sem Ís­lendingar lýsa helstu kostum CO­VID-19. Sá sem hóf um­ræðuna sagði að þetta ætti að vera já­kvæður um­ræðu­þráður og er ó­hætt að segja að mörg skemmti­leg svör hafi borist eins og sjá má hér að neðan.