Ísa­bella Von vonast til að komast í nýjan skóla eftir ára­mót

Ísa­bella Von, tólf ára stúlka sem lögð var í hrotta­legt ein­elti af sam­nem­endum sínum og reyndi að svipta sig lífi í kjöl­farið, leitar nú að nýjum skóla. Hún segir einn koma til huga þar sem á­hersla er lögð á í­þrótta­starf. Hún vonast til að hún komist inn eftir ára­mót.

Sæ­dís Hrönn Samúels­dóttir, móðir Ísa­bellu, telur það hafa hjálpað að greina opin­ber­lega frá of­beldi sem dóttir hennar varð fyrir. Ísa­bella tekur undir það og segist ekki vera eins hrædd og hún var áður.

Fjöldi fólks og fyrir­tækja hefur sýnt þeim stuðning og gefið þeim veg­legar gjafir.

„Þetta vegur alla­vega vel og vand­lega á móti þessu ljóta,“ segir Sæ­dís og bætir við: „Það ljóta næstum því drukknar.“ Hún segir þær vera ó­endan­lega þakk­látar.

Að­spurð játar Sæ­dís að það sé heldur engin lausn við að vera vond við ger­endur Ísa­bellu. „Nei, þau eru bara börn líka, þau þurfa líka hjálp,“ segir hún.

Sæ­dís og Ísa­bella Von voru í við­tali í Frétta­vaktinni í kvöld, sem má sjá í heild sinni hér að neðan.