Innblásturinn frá eigin tilfinningum og minningum

Íslensk hönnun hefur verið framúrskarandi og við Íslendingar getum státað okkur af mörgum hæfileikaríkum hönnuðum og frumkvöðlum sem hafa gert lífið lítríkara og fegrað heimili og gefið þeim gildi. Í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar, í kvöld verður innlit á heimili íslensk hönnuðar sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hönnun sína. Sjöfn Þórðar heimsækir Önnu Þórunni Hauksdóttur vöruhönnuð heim og fær að njóta þess að heyra söguna bak við hönnun hennar og fá innsýn í það sem hún hefur verið að gera.

M&H Anna Þórunn H Stillness1_highres.jpg

Þetta glæsilega og fágað Stillness bakkaborð er verk eftir Önnu Þórunni og hefur slegði rækilega í gegn. Ljósmynd/Aðsend.

Hennar listrænni og persónulegi stíll skín í gegn á heimili hennar og áhugavert er að heyra hvaðan hugmyndirnar koma þegar hún skapar hluti og hve fjölhæfir hlutirnir hennar eru. Margir af þeim hlutum sem Anna Þórunn hefur hannað geta gegnt mörgum ólíkum hlutum og nýtast á ólíkan hátt. Hlutirnir hennar eiga sér sögu eins og hún segir sjálf frá. „Hlutirnir mínir eru mjög persónulegir og flestir hafa sögu, að segja ef ekki sögu þá tilfinningu sem ég útfæri á minn hátt. Með árunum er ég farin að treysta því sem kemur til mín og hika ekki við að láta það frá mér svo heimurinn fái að njóta,“ segir Anna Þórunn. Anna Þórunn ljóstrar upp leyndarmálinu, bak við hönnunina á nokkrum hlutum í kvöld og það er ótrúlegt hvaðan hugmyndir geta komið. „Ég get fengið innblástur hvaðan sem er, en viðfangsefnið þarf að ná taki á mér vekja upp einhverja spennandi tilfinningu innra með mér. Ég myndi segja að innblásturinn komi frá eigin upplifun, minningum, tilfinningum og hverdagslegu lífi. Ég hef gríðalega ástríðu fyri starfi mínu og ég vona að hlutirnir mínir endurspegli það.“ Meira frá heimsókninni til Önnu Þórunnar í kvöld klukkan 20.00.