Ingi­björg Sól­rún: „Engin þörf á þessari leyndar­hyggju“

„Þetta er nú ljóta klúðrið. Mis­tök eru gerð á einum talninga­stað, nokkur at­kvæði mis­leggjast og heil hring­ekja fer af stað um land allt,“ skrifar Ingi­björg Sól­rún Gísla­dóttir um stóra talninga­málið í Norð­vestur­kjör­dæmi.

Bogi Ágústs­son, frétta­maður vekur sjálfur at­hygli á færslu Ingi­bjargar á Face­book. Ingi­björg segir að í þessum kosningum hafi ber­lega komið í ljós hversu brýnt er að breyta kosninga­lög­gjöfinni og leið­rétta mis­vægi at­kvæða milli kjör­dæma og flokka og breyta fram­kvæmd kosninga.

„Hvers vegna í ó­sköpunum er verið að for­færa at­kvæði frá kjör­stað og telja þau öll á einum stað í hverju kjör­dæmi? Því ekki að telja fyirr opnum tjöldum og gefa al­menningi kost á að fylgjast með?“ spyr Ingi­björg Sól­rún.

Hún segir að tryggja þurfi öryggi og eftir­lit en enga þörf á þeirri leyndar­hyggju sem verið hefur í málinu. „Hún tefur og þvælist fyrir eins og komið hefur í ljós.“

Bogi tekur undir

Bogi Ágústs­son tekur undir með Ingi­björgu.

„Það er margt að í fram­kvæmd kosninga á Ís­landi, það er ó­þarfi að kjör­staðir séu opnir í 13 klukku­stundir á frí­degi. Það er fá­rán­legt að að­eins skuli talið á einum stað í hverju kjör­dæmi og endur­skoða þarf reglur um utan­kjör­fundar­at­kvæði.
Al­var­legast er þó hið ó­þolandi mann­réttinda­brot að at­kvæði sumra vegi tvö­falt.“