Illugi trúir bara einu kosningaloforði EInars: „Allt hitt er bara þvaður“

Fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson hefur tjáð skoðun sína á kosningabaráttu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það gerir hann í færslu sem birtist á Facebook í dag, en þar kallar hann stóran meirihluta baráttunnar þvaður.

Illugi segist þó trúa einu kosningaloforði Einars Þorsteinssonar, en það varðar næturstrætó.

„Ég lagði það á mig að skoða kosningaauglýsingar Framsóknarflokksins. Mér sýnist eftir þessa athugun að það sé hægt að festa hendur á EINU loforði Einars Þorsteinssonar, sem sé að hann ætli að starta NÆTURSTRÆTÓ aftur. Allt hitt er bara þvaður.“

Þá fjallar Illugi um klæðaburð Einars í kosningaagulýsingum Framsóknar, sem hann segir að hljóti að hafa merkingu í kringum annað „froðukennt innihaldsleysi“.

„En í nýjustu auglýsingunum er Einar hins vegar kominn aftur í jakkann. Það hlýtur að merkja eitthvað. Í froðukenndu innihaldsleysi Framsóknarflokksins hafa slíkir hlutir mikla merkingu. Kannski verður hann kominn með snúrbart í næstu auglýsingu.“