Illugi gáttaður á sauð­drukknum piltum á Lauga­vegi: Kássuðust upp á fólk - Hannes og Frið­jón koma til varnar

„Tveir þrír kóf­drukknir menn voru að reyna að stela ein­hverju úr úr­smíða­búð neðst á Lauga­vegi. Af­greiðslu­konan rak þá út en þá fóru þeir að skemmta sér við að kássast upp á fólk sem var á göngu í Banka­stræti. Já, við skulum endi­lega fara að senda mikið brenni­vín til fólks.“

Þetta segir rit­höfundurinn Illugi Jökuls­son á Face­book. Þessi skrif hafa vakið mikla at­hygli og við­brögðin hafa verið hörð. Illugi sendir þarna pillu á Ás­laugu Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra sem vill gefa ís­lenskum verslunum tæki­færi á að selja á­fengi á netinu. Guð­rún Sesselja Arnar­dóttir lög­maður segir að kóf­drukknir menn sem séu staddir á Lauga­veginum á mánu­degi um miðjan dag muni út­vega sér á­fengi, hvort sem kostur er á heim­sendingu eða ekki. Hún segir:

„Finnst lík­legra að það sé hóf­drykkju­fólk sem hefur þolin­mæði að bíða eftir á­fengi sem það pantar á netinu, sem væntan­lega tekur ein­hvern tíma að senda á á­fanga­stað.“

Þessu svarar Illugi: „Þetta voru ekki úti­gangs­menn á nokkurn máta. Venju­legir vel klæddir strákar svona 25 ára.“

Frið­jón R. Frið­jóns­son sem á langan feril að baki innan Sjálf­stæðis­flokksins og einn eig­enda al­manna­tengsla­fyrir­tækisins KOM leggur orð í belg og segir:

„Þetta er skrítin dæmi­saga. Það eru nánast engar líkur á því þessir menn hafi fengið vínið heimsent. Reyndar eru mestar líkur á því að þeir hafi verið á leið í Vín­búðina Austur­stræti. Ef þeir hefðu getað fengið sent heim þá hefðu þeir ekki verið neinum til vand­ræða.“

Þá tekur Hannes Hólm­steinn Gissurar­son, einn af hug­mynda­fræðingum Sjálf­stæðis­flokksins til máls. Hann segir inn­legg Illuga einn herfi­legasta út­úr­snúning sem hann hafi séð lengi. Hann segir:

„Rónarnir eiga ekki að koma ó­orði á brenni­vínið og nöldur­skjóðurnar ekki á frelsið.“

Þá segir Illugi á öðrum stað:

„Furðu­leg við­brögð sem þessi færsla hefur vakið. Er ekki allt í lagi?“