Í öndunarvél með COVID-19: Veikur í þó nokkurn tíma áður en smitið greindist

Einstaklingur sem greindist með COVID-19 utan sóttkvíar í gær er kominn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans.

Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is. Svo virðist vera sem einstaklingurinn hafi verið veikur í nokkurn tíma án þess að COVID-19 hefði verið staðfest.

„Þetta er hluti af því sem við erum alltaf að tala um, að biðla til fólks að hafa hægt um sig ef það finnur fyr­ir veik­ind­um og fara í sýna­töku,“ seg­ir hann í frétt mbl.is.

Tveir þeirra fimm sem greindust með COVID-19 í gær hafa verið lagðir inn á bráðamóttöku Landspítalans, en báðir greindust á höfuðborgarsvæðinu. Annar var í sóttkví.

Þórólfur sagði við Fréttablaðið í morgun að ekki hefði enn tekist að rekja smit þess sem greindist utan sóttkvíar.

Þeir tveir sem lagðir voru inn á spítalann vegna COVID-19 um helgina eru þeir einu sem liggja inni á Landspítalanum. Þrír voru útskrifaðir um helgina.

„Þetta hefur verið fólk á mjög breiðu bili sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkra­hús alveg milli rúm­lega tví­tugs og sjö­tugs,“ sagði Þórólfur við Fréttablaðið í morgun.

Alls hafa 6.519 greinst með COVID-19 á