Hvers vegna er Hannes kennari ekki spurður um kennsluna?

Morgunblaðið gerir sitt til þess að kynna bók eftir Hannes Hólmstein Gissurarson þessa dagana. Blaðinu þótti meðal annars svo merkilegt að Guðni forseti hefði hitt Hannes Hólmstein á Bessastöðum að birt var fjögurra dálka litmynd af þeim viðburði í blaðinu um páskana.Haft var eftir Hannesi um heimsóknina: “Þetta var ákaflega gaman og forsetinn alúðlegur, eins og honum er líkt.” Guðni forseti er reynda ávalt alúðlegur. Hann var það einnig í koningabaráttunni fyrir forsetakjörið 2016 þegar hann bar sigurorð af mörgum keppinautum með góðum yfirburðum. Þá sigraði hann meðal annars besta vin Hannesar, Davíð Oddsson, sem náði fjórða sæti með 13% kjörfylgi en næstur á eftir honum var Sturla Jónsson vörubílstjóri. Hannes beitti sér mjög í þeirri kosningabráttu og vandaði Guðna ekki kveðjur. Nú er öldin önnur!Í umfjöllun um störf Hannesar Hólmsteins er ekkert vikið að stöðu hans við Háskóla Íslands þar sem hann þyggur full laun fyrir kennslu auk annarra verkefna prófessors.

Fyrir liggur að hann hefur enga kennslu á hendi. Hannes hefur ekki kennt nein skyldunámskeið við Háskóla Íslands í mörg ár og hann situr ekki deildarfundi. Framlag hans til kennslu og stjórnunar með þátttöku í deildarfundum er ekkert og hefur ekkert verið um langt skeið.Hvers vegna er hann ekki spurður um þetta í þeim viðtölum sem nú eru birt vegna útkomu bókar? Hannes Hólmsteinn þyggur full laun prófessors sem opinber starfsmaður en leggur ekkert til kennslu eða stjórnunar í háskóladeildinni en það ætti að vera skylda þeirra sem gegna störfum af þessu tagi. Hannes er fæddur í febrúar 1953 og getur því í mesta lagi verið á launum hjá Háskóla Íslands í tæp tvö ár í viðbót.Hannes var skipaður í embætti háskólakennara árið 1988 af Birgi Ísleifi Gunnarssyni, þáverandi menntamálaráðherra, eftir að hæfisnefndir höfðu mælt eindregið með öðrum umsækjendum. Síðan þá hefur það ekki gerst að menntamálaráðherra hafi gripið inn í faglegt umsóknarferli um embætti við Háskóla Íslands.