Ole Anton Bieltvedt skrifar

Hvern fjandann er maðurinn að fara: Hver er glæpurinn!?

26. mars 2020
18:33
Fréttir & pistlar

Stundum getur manni of­boðið.

Kári Stefáns­son veður hér upp í fjöl­miðlum, nánast að vild, að því er virðist, og halda margir rit­stjórar og frétta­menn greini­lega, að flest það, sem frá Kára kemur, sé merki­legt vel, frétt­næmt mjög og nánast ein­hver snilld.

Það kann að eiga við í ein­hverjum til­vikum, en alls ekki því, sem hér er fjallað um.

Það furðu­lega er, að margir á­gætir fjöl­miðla- og frétta­menn, virðast ekkert fyrir því hafa, að skoða það, sem frá Kára kemur, og kryfja það, þó að ekki væri nema lítil­lega, fyrir birtingu eða um­fjöllun.

Síðasta upp­hlaup Kára, sem margir gleyptu hrátt og ó­tuggið, er á­sökun hans á hendur Per­sónu­verndar, um það, að hún hafi ekki að­eins sýnt af sér mann­fyrir­litningu, heldur framið glæp, alla vega á honum, jafn­vel á mann­kyninu öllu, með það að taka 2-3 daga í að skoða erindi frá honum um birtingu greinar í er­lendu tíma­riti um skimun Ís­lenzkrar erfða­greiningar á þúsundum Ís­lendinga

Í þessum 2-3 dögum var helgi inni­falin. Erindið barst Per­sónu­vernd kl. 12:45 föstu­daginn 20. marz og var af­greitt með já­kvæðum hætti á mánu­deginum 23. marz. Til að flýta fyrir af­greiðslu, vann Per­sónu­vernd að málinu um helgina, að sögn Helgu Þóris­dóttur, for­stjóra Per­sónu­verndar.

Kári gefur í skyn, að Ís­lensk erfða­greining hafi komizt að ein­hverjum niður­stöðum, sem gætu hjálpað öðrum þjóðum að hamla út­breiðslu Kóróna­veirunnar, en spurning er þá; hvaða merki­legu niður­stöður eru þetta?

Ekki hafa þær komið fram hér. Alla vega ekki í því formi, svo vitað sé, að þessar niður­stöður gætu hjálpað stjórn­völdum við að draga úr eða hamla út­breiðslu far­aldursins hér.

Auð­vitað eru allar við­bótar­upp­lýsingar í svona máli til nokkurs gagns, en það verður ekki séð, að skimum Ís­lenzkrar erfða­greiningar hafi breytt miklu hér, hvað þá í er­lendu landi, þar sem annað fólk býr, kannske líka með aðra gena­byggingu og aðra lifnaðar­hætti, og hvað þá um alla heims­byggðina.

Var upp­hlaup Kára kannske fyrst og fremst út af því, að hann náði ekki að­stefndri birtingu í virtu al­þjóð­legu tíma­riti, sem hann hafði mikinn vilja og metnað til að ná?

Í öllu falli sér undir­ritaður ekki, að nokkur grund­völlur sé fyrir stór­yrðum og á­sökunum Kára gegn Per­sónu­vernd, reyndar heldur ekki, að þær skimanir, sem Ís­lensk erfða­greining hefur fram­kvæmt, hafi leitt í ljós ein­hverja nýjar og byltingar­kenndar upp­lýsingar, um­fram það, sem vísinda­menn í öðrum löndum og þá ekki sízt í Kína, hafa komizt að.

Varla er Kári að leyna þrí­eykið eða Ís­lendinga ein­hverri mikil­vægri nýrri vit­neskju, sem gæti dugað til að stöðva og, kannske, drepa niður skað­ræðis­valdinn Kóróna.

Ef svo væri, væri það vart af hinu góða, hvorki fyrir virðingu og stöðu Kára né hags­muni lands­manna hans.

Höfundur er al­þjóð­legur kaup­sýslu­maður og stjórn­mála­rýnir .