Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Hvatt til refsiverðrar háttsemi?

25. mars 2020
09:38
Fréttir & pistlar

Stjórn­völd á Ís­landi hafa nú látið boð út ganga um að­gerðir vegna út­breiðslu á Covid-19 veirunni, m.a. vegna skað­legra efna­hags­legra á­hrifa af henni. Verði meðal annars gripið til þess ráðs að bjóða fyrir­tækjum, sem orðið hafi fyrir a.m.k. 40% tekju­missi, ríkis­á­byrgð á 50% nýrra lána sem fyrir­tækin fái hjá við­skipta­bönkunum. Sýnist þá gert ráð fyrir að bankarnir muni sjálfir bera 50% á­hættu af þessum lánum, ef þeim sem lánin taka tekst ekki að endur­greiða þau.

Nú ættu menn að muna að Hæsti­réttur Ís­lands hefur á síðustu árum breytt á­kvæði al­mennra hegningar­laga um um­boðs­svik. Eftir laga­textanum er ekki unnt að refsa fyrir þau nema sannaður sé auðgunar­á­setningur á brota­mann. Þessu breytti rétturinn í dómum sínum og kom á þeirri skipan að refsa skyldi starfs­mönnum bankanna ef talið yrði að þeir hefðu með gerðum sínum stofnað bankanum í veru­lega hættu á að verða fyrir fjár­tjóni með lán­veitingum sínum. Þau lán voru þá yfir­leitt veitt í því skyni að lán­taki nýtti láns­féð til að kaupa hluta­bréf í við­komandi banka, sem bankinn átti sjálfur, og taka síðan veð í bréfunum til tryggingar kröfunni um endur­greiðslu lánsins. Raunar var vand­séð hvernig í þessu átti að felast tjóns­á­hætta fyrir bankann. Hæsti­réttur taldi samt að svo hefði verið og var þá ljóst að rétturinn gekk mjög langt í við­leitni til sak­fellingar yfir hinum sökuðu mönnum; eigin­lega svo langt að engu tali tók.

Þessir dómar réttarins fólu ein­fald­lega í sér ó­heimila vald­beitingu sem virðist hafa rétt­læst af við­leitni við að sefa reiði lands­manna vegna banka­hrunsins. Nú koma síðan í ljós af­leiðingarnar af svona dóma­fram­kvæmd, þegar við virðum fyrir okkur úr­ræði stjórn­valda gegn skað­legum fjár­hags­legum af­leiðingum af veirufárinu.

Þetta gerist með þeim hætti að ríkis­stjórn Ís­lands beinir því nú til bankanna að veita fyrir­tækjum í vanda lán, sem að minnsta kosti kunni að hálfu leyti að verða án tryggingar. Þannig verði lánin að því marki á á­hættu bankans sjálfs, nema þá lán­taki geti sjálfur sett tryggingu, sem í flestum til­vikum hlýtur í stöðunni að teljast ó­lík­legt. Í slíkum lán­veitingum verður, m.a. vegna ríkjandi á­stands, miklu fremur talin hætta á fjár­tjóni, heldur en í nefndum dómum Hæsta­réttar. Má telja víst að hluti af þessum lánum muni ekki fást endur­greiddur og við­komandi banki því sitja uppi með fjár­tjónið sem af því leiðir. Í yfir­liti stjórn­valda kemur fram að sá helmingur sem ríkið á­byrgist ekki geti numið allt að 35 milljörðum króna.

Ef í þessu felst ráða­gerð stjórn­valda um að hluti þessara banka­lána verði án trygginga og á á­hættu bankanna er um greini­legt hættu­spil að ræða. Með hlið­sjón af nefndum dómum Hæsta­réttar Ís­lands verður ekki betur séð en banka­menn myndu brjóta gegn á­kvæði al­mennra hegningar­laga um um­boðs­svik ef þessar lán­veitingar ættu sér stað án full­nægjandi trygginga. Við verðum að ætla að þetta sé gert fyrir van­g­á. Það er samt á­stæða til að vara banka­menn við. Þeir einir ættu að taka þátt í þessu sem eru til­búnir til að verja nokkrum árum bak við lás og slá í þágu þessa mál­staðar.