Hvað fannst Ís­lendingum um Ráð­herrann?

Ráð­herrann, nýr ís­lenskur sjón­varps­þáttur, hóf göngu sína á RÚV í gær­kvöldi en með aðal­hlut­verk í þættinum fara þau Ólafur Darri Ólafs­son og Aníta Briem.

Ólafur Darri fer með hlut­verk for­sætis­ráð­herrans Bene­dikts Rík­harðs­sonar sem greinist með geð­hvarfa­sýki. Fjalla þættirnir um bar­áttu hans við sjúk­dóminn og störf hans í pólitíkinni.

Fyrsti þátturinn var sýndur á RÚV í gær­kvöldi og ef marka má við­brögð Ís­lendinga á Twitter lofar fyrsti þátturinn býsna góðu fyrir fram­haldið.