„Hvað er í þessum gögnum sem þolir ekki dagsins ljós?“

Heil­brigðis­ráðu­neytið hefur á­kveðið að leynd ríki yfir gögnum sem liggja til grund­vallar á­kvörðun stjórn­valda um að skikka fólk frá rauðum og gráum ríkjum í far­sóttar­hús við komuna til landsins.

Ríkis­út­varpið greindi frá þessu í morgun en Óskar Steinn Jónínu­son Ómars­son, fram­bjóðandi Sam­fylkingarinnar gerir leyndina að um­tals­efni í Twitter færslu.

Vel­ferðar­nefnd Al­þingis fundaði í morgun um þá á­kvörðun ráðu­neytisins að gögnin væru bundin trúnaði en fundurinn var sér­stak­lega boðaður í gær þegar það kom í ljós. Hall­dóra Mogen­sen, þing­maður Pírata og full­trúi í nefndinni, segir að skiptar skoðanir hafi verið á leyndinni í nefndinni.

„Við í Vel­ferðar­nefnd förum með ríkt eftir­litss­hlut­verk. Það á ekki að meina okkur að greina frá rökum stjórn­valda fyrir þessari á­kvörðun, það tak­markar mjög að hversu miklu leyti við getum sinnt okkar hlut­verki,“ segir hún.

„Hvað er í þessum gögnum sem þolir ekki dagsins ljós?“ spyr Óskar Steinn, sem er jafn­framt fyrr­verandi ritari Sam­fylkingarinnar. „Mögu­lega eitt­hvað sem af­hjúpar sundur­lyndi ríkis­stjórnar í sótt­vörnum? Jafn­vel gögn sem stað­festa að ríkis­stjórnin hafi vitað um og rætt laga­lega ó­vissu um reglu­gerðina?“ skrifar hann og merkir Svan­dísi Svavar­dóttur, heil­brigðis­ráð­herra, sem ekki hefur svarað færslunni.