Hrafn­hildur yfir­gaf hópinn eftir um­mæli stuðnings­manna: „Veikari hópur en Mæðra­tips­sam­fé­lagið“


Hrafn­hildur Agnars­dóttir, fyrrum leik­maður KR í efstu deild, fékk sig full sadda af um­ræðunum í Face­book­hópi stuðnings­manna Manchester United í gær.

Stuðnings­mennirnir voru að ræða um Mason Greenwood, leik­mann liðsins allar á­kærur gegn honum voru látnar niður falla í gær.

Greenwood var á­kærður fyrir til­raun til nauðgunar, stjórnandi hegðun og líkams­á­rás, allt gegn fyrr­verandi kærustu sinni Harriet Rob­son. Myndir og mynd­bönd af henni blóðugri fóru í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum en málið var látið niður­falla þegar „lykil­vitni“ sem flestir telja að sé hún dróg fram­burð sinn til baka.

Greenwood hefur ekki spilað fót­bolta í tvö ár vegna málsins en nokkrir stuðnings­menn vilja fá hann aftur í liðið.

„Mér sýnist við vera að fá magnaðan fram­herja loksins. Verður for­vitni­legt að sjá á næstu vikum hvað verður,“ skrifaði einn.

„Geggjað að fá hann aftur. Þetta síðast­liðna ár ætti að vera nægjan­leg refsing fyrir hann ef hann er sekur,“ skrifaði annar.

Jæja þetta er orðinn veikari hópur en Mæðra­tips­sam­fé­lagið, takk fyrir sam­veruna,“ skrifaði Hrafn­hildur.