Hóstandi og ræskjandi sig í búðum: Sakar einn aldurshóp um að brjóta 2 metra regluna

„Helsta heilsu­váin á Ís­landi þessa dagana eru gamlir karlar sem virða ekki tveggja metra regluna og troða sér á milli fólks sem virðir hana, hóstandi og ræskjandi sig. Spurning með að setja út­göngu­bann á þennan hóp?“

Þetta segir Ólafur Arnars­son fyrr­verandi for­maður Neyt­enda­sam­takanna. Hann heldur því fram að sá hópur í þjóð­fé­laginu sem oftast brjóti regluna um að halda tveggja metra fjar­lægð til að koma í veg fyrir að smitast af CO­VID-19 séu eldri karl­menn. Ólafur lét þessi orð falla á Face­book-síðu sinni. Fjöl­margir tjá sig undir inn­leggi Ólafs og taka undir með honum.

Helga Vala Helga­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar, segir að á Al­þingi séu ein­staklingar sem fari ekki eftir reglunum sem sótt­varnar­læknir hafi sett.

„Magnað - við vorum ein­mitt að ræða þetta á vinnu­staðnum mínum. Þar eru ein­staklingar sem bara geta alls ekki farið eftir þessum ein­földu reglum. Bara alls ekki. Það er eigin­lega skerí.“

Gunnar nokkur Bjarna­son spyr hvort ekki sé um að ræða flökku­sögu.

„Ég held að margir gamlir karlar séu í sjálf­skipaðri sótt­kví. Ég frá­bið mér þennan “ras­isma”.“

Er Gunnari svarað af fjöl­mörgum Ís­lendingum að eldri karl­menn séu sá hópur sem lang­oftast brjóti tveggja metra regluna.

„Þetta eru þeir einu sem ég sé brjóta þetta hér fyrir norðan á Húsa­vík,“ segir Alva Kristín sem bú­sett er fyrir norðan. Þá segir Guð­rún Þóra Hjalta­dóttir:

„Ég hef tvisvar lent í því að akkúrat svona karlar hafa farið fyrir framan mig í röðinni.“ Hólm­fríður Kristín Hilmis­dóttir kveðst svo hafa lent í „einum svona“ karli í Rúm­fata­lagernum. Þá segir Ingi­mar Ragnars­son:

„Fer lítið í búðir þessa dagana, en fór í Krónuna í gær og Hag­kaup. Ég sá nokkur til­vik þar sem fólk sýndi skeytingar- eða skilnings­leysi og það var eldra fólk en af báðum kynjum.“