Höfuð­borgar­svæðið í rauðum flokki í við­búnaðar­stigi al­manna­varna

75 ein­staklingar greindust með Co­vid-19 veiruna síðast­liðinn sólar­hring. Svo mörg smit hafa ekki greinst hér á landi síðan 1. apríl síðastliðinn þegar greindust 99 smit. Helmingur þeirra sem greindust voru í sóttkví.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að höfuðborgarsvæðið væri nú á efsta stigi við­vörunar­kerfisins al­manna­varna, vegna hraðrar út­breiðslu Co­vid-19 á svæðinu. Aðeins þrjú smit sem greindust í gær voru utan höfuðborgarsvæðisins.

Víður og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segja að ekki sé leng­ur hægt að tala um for­dæma­laus­a tím­a. Þeir minntu ít­rekað á mik­il­vægi per­sónu­bund­inna sótt­varna á fundinum í dag og mikilvægi handþvottar og spritt­notk­unar. Þá hvöttu þeir fólk til þess að vera já­kvætt og bjart­sýnt og sagði Víðir að veir­an væri óvin­ur­inn og því ætti fólk ekki að leita að söku­dólg­um hvað hjá öðru.

„Við höf­um oft talað í þess­um far­aldri um for­dæma­lausa tíma en við erum kannski ekki leng­ur þar. Við erum búin að upp­lifa margt af þessu áður og við vit­um al­veg hvað við þurf­um að gera,“ sagði Víðir á fundinum í dag .