Vill hjálpa 94 ára afa sínum að finna nána vinkonu

16. október 2020
10:32
Fréttir & pistlar

Andrea Sigurðardóttir, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, hefur óskað eftir aðstoð almennings við að finna kæra vinkonu 94 ára afa síns.

Sá hefur verið í reglulegu símasambandi við Margréti nokkra undanfarin misseri sem hann kynntist í dagdvöl á Hrafnistu fyrir tveimur árum.

„Afi heyrði síðast í henni fyrr á árinu og tjáði hún honum þá að hún hefði áhyggjur af því að heilsa hennar færi hrakandi. Nú er svo komið að hann hefur ekkert heyrt í henni í nokkurn tíma, símanúmer hennar hefur verið aftengt en við höfum ekki rekist á dánartilkynningu sem gæti verið hún. Hann afa langar mjög gjarnan að vita um afdrif hennar.“

Andrea segir að afi hennar telji Margréti vera Sigfúsdóttur en þó geti verið að hann misminni.

Margrét er fædd í kringum árið 1930 og bjó í Vesturbæ Reykjavíkur þegar hún var sextán eða sautján ára. Þá endar símanúmerið hennar á tölustöfunum 0958.

Þeir sem telja sig vita hvaða konu um ræðir og geta gefið Andreu upplýsingar um afdrif hennar eru eindregið hvattir til þess að senda henni skilaboð á Facebook.

“Nú reynir á mátt Facebook” - er það ekki annars það sem maður segir? Uppfært: Smá viðbótarupplýsingar, afi hitti...

Posted by Andrea Sigurðardóttir on Thursday, October 15, 2020