Hildur segir þetta kóróna vit­leysuna í leik­skóla­málum borgarinnar: „Skólp­mengun gæti hafa borist í loft­ræsti­kerfi hússins“

Hildur Björns­dóttir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík, skrifar um leik­skóla­málin í borginni í nýrri grein.

„Starf­semi grunn­skóla og leik­skóla í Reykja­vík er víða í upp­námi. Ára­löng van­ræksla inn­viða og innan­tóm fyrir­heit um hvers kyns endur­bætur skilja fjöl­skyldur eftir í þröngri stöðu,“ skrifar Hildur.

„Á dögunum bárust fregnir af því að flytja þyrfti alla starf­semi leik­skólans Granda­borgar á aðra leik­skóla. Í ljós hafði komið að skólp­lögn undir húsinu hafði farið í sundur, með þeim af­leiðingum að mengun barst í jarð­veg. Kanna þarf hvort skólp­mengun gæti hafa borist í loft­ræsti­kerfi hússins og skapað ó­heil­næmt um­hverfi fyrir börn og starfs­fólk,“ bætir Hildur við.

Einungis ör­fáum vikum fyrr hafði skóla­starf í Granda­borg þegar orðið fyrir tölu­verðu raski vegna myglu sem upp kom í hús­næðinu.

„Ekki er langt síðan skóla­starf komst í upp­nám á leik­skólunum Vestur­borg og Ægis­borg – sem til­heyra sama borgar­hverfi – af sömu á­stæðu. At­hygli vekur að heildar­út­tekt á skóla­hús­næði borgarinnar, sem fram­kvæmd var síðast­liðið haust, leiddi ekki í ljós fyrir­liggjandi skemmdir – og vekur upp spurningar um á­reiðan­leika út­tektarinnar.

Leik­skóla­vandinn snýr nefni­lega ekki að­eins að skorti á leik­skóla­rýmum, heldur jafn­framt ára­löngu við­halds­leysi,“ skrifar Hildur.

Þetta er þó ekki það sem hún segir kóróna vit­leysuna hjá borginni.

„Til að kóróna vit­leysuna - og full­komna af­neitun borgar­stjóra á fyrir­liggjandi vanda - veitti borgin sjálfri sér verð­laun á dögunum fyrir hálf­kláraðar endur­bætur á hús­næði sem nú hýsir leik­skólann Bráka­borg. Við­brögð starfs­manna létu ekki á sér standa. Þarna var borgar­stjóri að verð­launa sjálfan sig fyrir ó­full­nægjandi verk - á leik­skóla sem ekki hefur verið full­kláraður og starfar nú við ó­við­unandi skil­yrði. Skil­yrði sem hvorki geta talist við­unandi fyrir börn né starfs­fólk.“

Þá snýr Hildur sér næst að grunn­skólum borgarinnar.

„Mela­skóli náði há­marks­af­kasta­getu fyrir fjöl­mörgum árum og kosningar eftir kosningar lofa full­trúar meiri­hlutans bót og betrun. Á liðnu kjör­tíma­bili skilaði stýri­hópur niður­stöðu for­gangs­röðunar vegna við­bygginga og endur­bóta á skóla­hús­næði í Reykja­vík. Af fjórum verk­efnum sem röðuðust í fyrsta for­gang voru tveir skólar í Vestur­bæ - Mela­skóli og Haga­skóli - auk Réttar­holts­skóla og skólanna í Laugar­dal.“

„Nem­endur og starfs­fólk Haga­skóla hafa verið á ver­gangi vegna myglu sem upp kom í hús­næðinu. Tveir ár­gangar voru fluttir í Ár­múla meðan við­gerðir standa yfir en á dögunum var þó á­kveðið að senda einn ár­gang í Korpu­skóla í Grafar­vogi, vegna ó­við­unandi bruna­varna í Ár­múlanum. Hver vit­leysan rekur aðra,“ skrifar Hildur.

„Vanda­málin eru víða og sannar­lega ekki að­eins í Vestur­bæ. Laugar­dalur glímir við erfiða stöðu vegna pláss­leysis. Skóla­starf í Voga­skóla er nú í upp­námi vegna myglu. Öll þekkjum við vand­ræða­ganginn úr Foss­vogs­skóla. Skóla­starf var lagt niður í Staðar­hverfi. Mygla hefur komið upp í skólum víða um borg og komið ó­við­unandi upp­námi á skóla­starf.“

Hildur segir jafn­framt að borgin getur gert miklu betur.

„Starfs­fólk grunn­skóla og leik­skóla borgarinnar á þakk­læti og hrós skilið fyrir að starfa undir krefjandi að­stæðum við erfið skil­yrði. Ára­löng upp­söfnuð við­halds­þörf á skóla­hús­næði borgarinnar virðist nú hafa komið skóla­starfi í upp­nám víða um borg. Þúsundir barna fá ekki þann að­gang að menntun sem þau eiga rétt til.“

„Á borgar­stjórnar­fundi í dag hefur Sjálf­stæðis­flokkur sett skóla- og í­þrótta­mál í Vestur­bæ á dag­skrá. Áður höfum við fjallað um stöðuna í Laugar­dal – og munum á komandi mánuðum taka stöðuna innan sér­hvers borgar­hverfis. Mála­flokkinn þarf að setja í for­gang, því öll viljum við tryggja börnum í borginni að­gang að heil­næmu skóla­hús­næði og fram­sæknu skóla­starfi. Við getum gert betur,“ skrifar Hildur að lokum.