Hilda trúði ekki eigin augum þegar hún sá þetta í fjallgöngu: „Ég kem að honum og manninum bregður rosalega“

Hilda Allansdóttir, sem er mikil útivsitarkona, greinir frá leiðinlegu atviki í samtali við DV. En þegar hún var á göngu í kringum Úlfarsfell, Reykjaborg og Reykjafell varð hún vör við mann sem var að „svala sér kynferðislega á hesti“.

„Ég kem að honum og manninum bregður rosalega. Hann lagðist þarna með buxurnar niður um sig. Ég hringi strax í lögregluna og er í raun með hana í eyranu allan tímann á meðan ég elti hann upp úr dalnum.“

Fram kemur að maðurinn hafi orðið var við Hildu og forðað sér í burtu. Á meðan hafi hún hringt á lögreglu og veitt manninum eftirför.

Við leitina notaðist lögreglan við dróna, en þrátt fyrir það fannst maðurinn ekki.

En nokkrum döfum síðar varð hún fyrir algjöra tilviljun aftur vör við hann og gerði lögreglu viðvart sem handtók manninn.

Nánar er fjallað um málið á vef DV.