„Helgi Seljan eftir verð­launa­af­hendingu: „Við erum proper fucked“

Tryggingar­fé­lagið Sjó­vá hlaut ný­verið verð­launin um­hverfis­fram­tak ársins 2022 fyrir að huga vel að um­hverfis­á­hrifum í starf­semi fyrir­tækisins. Sjó­vá fékk verð­launin fyrir fjar­skoðunar­lausnina Inn­sýn og að vekja at­hygli við­skipta­vina á um­hverfis­legum á­vinningi sem fæst með fram­rúðu­við­gerð í stað fram­rúðu­skipta.

Blaða­maðurinn Helgi Seljan vekur at­hygli á verð­laununum á sam­fé­lags­miðlinum Twitter, en hann telur að við séum öll í skítnum ef Sjó­vá er að fá verð­laun fyrir sitt um­hverfis­fram­tak.

„Sjó­vá er að fá um­hverfis­verð­laun at­vinnu­lífsins fyrir Um­hverfis­fram­tak ársins, fyrir að sleppa því að skipta um fram­rúður við­skipta­vina, með því að setja plástur á fram­rúður. Við erum proper fucked,“ segir Helgi.

„Munum að flokka!,“ segir Helgi að lokum.

Færsla Helga hefur slegið í gegn á Twitter og er hún kominn með yfir 100 „like“. Einn notandi svarar Helga og segir:

„Næst fær Land­spítali verð­launin fyrir að setja plástur á bein­brot í stað stálpinna.“

Annar segir: „Svo þarf Við­skipta­ráð að verð­launa þá sem snillinga ársins að spara sér að skipta um rúður án þess að lækka fram­rúðu­trygginguna.“

Fleiri fréttir