Helgi Hrafn vill af­nema klám­bann á Ís­landi - Fjöldi Ís­lendinga selur mynd­efni af sér á netinu

„Það vill nefni­­lega svo til að á Ís­landi er klám bannað með lögum, sem virðist reyndar vera eins­­dæmi meðal frjáls­­lyndra lýð­ræðis­­ríkja eftir því sem undir­­­ritaður kemst næst,“ segir Helgi Hrafn Gunnars­son, þing­maður Pírata, í að­sendri grein í Frétta­blaðinu í dag.

„Ný­­lega hefur frést um nokkurn fjölda Ís­­lendinga, a.m.k. ein­hverja tugi, sem selja að­­gang að mynd­efni af sér á vefnum On­lyFans. Alls konar efni er þar að finna, en um­­talaðastur er hann fyrir kyn­­ferðis­­legt efni sem not­endur búa til sjálfir. Miðað við fjöldann af Ís­­lendingum sem vitað er um má leiða líkur að því að a.m.k. hluti þess efnis myndi teljast til svo­kallaðs kláms, en einnig má búast við að fjöldinn sé meiri og lík­­legt er að hann aukist með tímanum,“ segir Helgi í grein sinni.

Hann segir aðli­lega sýnist fólki sitt um klám, enda séu hug­myndir um kyn­líf al­mennt fjöl­breyttar, ein­stak­lings­bundnar og per­sónu­legar. „Reyndar er skil­­greiningin á klámi sjálf nokkurt bit­bein, sem er ekki til þess fallið að auð­velda upp­­byggi­­lega um­­ræðu um efnið.“

Helgi bendir á að í öllum frjálsum lýð­ræðis­­ríkjum nú­­tímans sé þó nær ó­­tak­­markaður að­­gangur að klámi stað­­reynd. Þar að auki sé þessi stað­reynd ó­breytan­leg, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

„Af og til koma upp hug­­myndir um að reyna að tak­­marka út­breiðslu kláms á netinu en það hlýtur að vera orðið ljóst að slík mark­mið eru með öllu ó­­raun­hæf, þ.e. ef við viljum halda bæði í tækni og sam­­fé­lag sem er í megin­­at­riðum frjálst. En svo lengi sem tækni­­vætt sam­­fé­lag verður í megin­­at­riðum frjálst verður nær ó­­tak­­markaður að­­gangur að klámi til staðar,“ segir hann.

Helgi segir að aukin kyn­fræðsla, þá sér­stak­lega um sam­skipti, til­finningar og mörk, sé nauð­syn­legur hluti af við­brögðum okkar við þessari þróun. „Því þótt við getum ekki dregið úr kláminu sjálfu, þá getum við dregið úr nei­­kvæðum á­hrifum þess. Þá er fyrst og fremst hugsað til barna og ung­linga, sem hættir til að gera minni greinar­mun á raun­veru­­leika og því sem birtist í ýmsu af­­þreyingar­efni. Sem betur fer er um­­ræðan um nei­­kvæð á­hrif kláms mest­­megnis komin í þá átt; til fræðslu, í stað hug­­mynda um að yfir­­völd á­­kveði hvað fólki sé treystandi til að sjá og heyra á hinu rómaða inter­neti.“

Helgi snýr sér svo aftur að þeim Ís­lendingum sem dreifa klám­fengnu efni af sjálfum sér á On­lyFans. „Það vill nefni­­lega svo til að á Ís­landi er klám bannað með lögum, sem virðist reyndar vera eins­­dæmi meðal frjáls­­lyndra lýð­ræðis­­ríkja eftir því sem undir­­­ritaður kemst næst,“ segir hann og heldur á­fram:

„Nú vilja sjálf­­sagt ein­hver benda á að a.m.k. hluti um­­rædds hóps sé í ein­hvers konar neyðar­að­­stæðum og sé jafn­vel mis­­notaður, og að sjálf­­sögðu er hætta á því. En ein­mitt þá er mesta firran fólgin í að refsa honum. Hvort sem fólk birtir af sér klám­­fengið efni af fúsum og frjálsum vilja, eða vegna neyðar eða mis­­notkunar, þá er það aldrei rétt­látt, og aldrei til þess fallið að vernda fólk fyrir mis­­notkun, að refsa því. En það er hins vegar ná­­kvæm­­lega það sem nú­­gildandi lög­­gjöf um bann við klámi gerir, nánar til tekið 210. gr. al­­mennra hegningar­laga.“

Helgi segir að klám sé eðli­lega um­deilt og ekki við neinu öðru að búast. Hann segir að boð­skapur hans sé ekki sá að klám sé bara hið besta mál og ekkert beri að gera við nei­kvæðum af­leiðingum þess.

„En tvennt eigum við ekki að gera við þeim. Eitt er að sætta okkur við að vera eftir­­bátar frjáls­­lyndra lýð­ræðis­­ríkja í tjáningar- og upp­­­lýsinga­­frelsi. Hitt er að refsa mögu­­legum fórnar­lömbum. Hvort tveggja fylgir hins vegar ó­­hjá­­kvæmi­­lega hinu úr­­elta klám­banni sem enn finnst sprell­lifandi í lög­­gjöf Ís­lands.“