Heimur áhrifavalda nötrar – Hakkarinn stígur fram og segir áhrifavald hafa borgað sér fyrir árásirnar

Tyrkneski hakkarinn sem stendur að baki árásum á íslenska áhrifavalda segir að einn íslenski áhrifavaldurinn hafi borgað sér fyrir að loka reikningunum.

Hakkarinn er í viðtali við Fréttablaðið um málið.

Hakkarinn, sem segist heita Mellissa og vera 19 ára kona í Istanbúl, segir að hún hafi verið beðin af áhrifavaldinum íslenska að gera árásirnar. Sá áhrifavaldur hafi sjálfur beðið um að verða fórnarlamb til að koma í veg fyrir að einhver gruni sig.

Meðal fórnar­lamba hakkarans hingað til eru Birgitta Líf Björns­dóttir, á­hrifa­valdur og eig­andi Banka­­strætis Club, Kristín Péturs­dóttir, á­hrifa­valdur og leik­­kona, Edda Falak, á­hrifa­valdur og cross­fit þjálfari, Dóra Júlía, plötu­snúður og út­varps­kona á­samt fjöl­mörgum öðrum Insta­gram-stjörnum.

Nú síðast hótaði hún síðan Jóni Jóns­­syni tón­listar­manni og sam­fé­lags­miðla­stjörnunni Binna Löve.

„Ég er bara að sinna vinnunni minni. Fólk finnur mig og gefur mér nöfn og reikninga sem þau vilja að ég loki. Þegar ég hef fengið greiðsluna mína vinn ég bara vinnuna mína. Mér er alveg sama hvaða reikningar þetta eru,“ segir Mellissa. „Einn af á­hrifa­völdunum er að borga mér og til þess að forðast það að liggja undir grun vildi sá á­hrifa­valdur að ég myndi loka reikningnum sínum líka.“